Verslaðu fyrir 25 þús. kr. eða meira og fáðu sjálfkrafa 15% afslátt af allri pöntuninni.
Karfa 0

Full moon

17.990 kr

Verkið Full moon kemur úr smiðju LouLou Avenue. Það er málað sem línulist (e. Line Art), sem er eitt af trendum ársins 2020.

Veggspjaldið er í stærð 50x70 cm, er prentað á 265 gr. hágæðapappír. 

Veggspjaldið er afhent í pappahólki.
---

Bak við listamannsnafnið LouLou Avenue er Liv Ann van der Laan, hollenskur myndlistarmaður. Hún sækir innblástur sinn í tjáningu manna, tónlist, ljósmyndir af lífinu á götunum og af gömlum hlutum.

Liv hefur verið að teikna og mála nánast frá því hún fæddist. Eftir listaskóla á Ítalíu og akademíuna fyrir myndlist í Amsterdam starfaði hún í tískugeiranum og við stíliseringar. Verk hennar, sem eru flest aðallega unnin með bleki eða kolum, eru draumkennd, byggja á hreinum teikningum og eru fáguð, með smá hráleika á köflum.

---

Er veggspjaldið ekki til? Sendu okkur tölvupóst á hallo@svartarfjadrir.is með nafni veggspjaldsins og við látum þig vita þegar það kemur í sölu.

Þetta veggspjald er ekki framleitt í takmörkuðu upplagi en við tökum bara mjög fá eintök af hverri mynd til landsins.Meira úr þessum flokki