Flamingo
Þetta fallega og litríka veggspjald er úr línu 'I love my type' sem kallast 'Mountain life' og er hannað með glöð og skapandi börn í huga
Það þýðir þó ekki að það megi ekki nota það í rýmum fyrir fullorðna sem vilja næra og gleðja barnið í sér.
Veggspjaldið er í stærð A3. Það er prentað á hágæðapappír og stimplað á bakhlið veggspjaldsins með merki 'I love my type' í höndum listamannsins á vinnustofu hennar í Kaupmannahöfn.
Veggspjaldið er afhent í pappahólki.
---
Á bak við vörumerkið 'I love my type' er listamaðurinn Kathrine Højriis. Hún er grafískur hönnuður og stofnaði fyrirtækið í Kaupamannahöfn haustið 2013.
Hún er mikil áhugamanneskja um innanhússhönnun, persónulega þróun og umhverfisvernd og hefur þessi atriði í huga við hönnun sína.
Vörumerkið á orðið stóran hóp aðdáenda og hafa vörurnar fengið jákvæð viðbrögð og hrós í fjölmiðlum, innan og utan Danmerkur og eru vörurnar til dæmis seldar í Illum Bolighus.
---
Er veggspjaldið ekki til? Sendu okkur tölvupóst á hallo@svartarfjadrir.is með nafni veggspjaldsins og við látum þig vita þegar það kemur í sölu.
Þetta veggspjald er ekki framleitt í takmörkuðu upplagi en við tökum bara mjög fá eintök af hverri mynd til landsins.