Verslaðu fyrir 10 þús. eða meira og fáðu sendingarkostnað felldan niður. Verslaðu fyrir 25 þús. kr. eða meira og fáðu 15% afslátt af allri pöntuninni.
Karfa 0

Amber

9.990 kr

Veggspjaldið Amber, kemur úr línu 'I love my type' sem kallast 'Life traces', sem í lauslegri þýðingu mætti kalla 'lífsins spor'. 

Innblásturinn fyrir línuna kemur frá náttúrunni og þeirri heillandi orku sem felst í náttúrunni.

Kathrine, annar helmingur listaparsins 'I love my type', málar myndirnar stórum og afgerandi strokum, til að endurspegla kröftugar hreyfingar náttúrunnar og þau spor sem hún markar í líf okkar.

Veggspjaldið er í stærð 50x70 cm. Það er málað, prentað á hágæðapappír og stimplað á bakhlið veggspjaldsins með merki 'I love my type' í höndum listamannsins á vinnustofu hennar í Kaupmannahöfn. 

Veggspjaldið er hægt að fá afhent:
 - í pappahólki
 - í svörtum ramma (ekki hægt að fá sent) 

---

Á bak við vörumerkið 'I love my type' er listamaðurinn Kathrine Højriis. Hún er grafískur hönnuður og stofnaði fyrirtækið í Kaupamannahöfn haustið 2013.

Hún er mikil áhugamanneskja um innanhússhönnun, persónulega þróun og umhverfisvernd og hefur þessi atriði í huga við hönnun sína.

Vörumerkið á orðið stóran hóp aðdáenda og hafa vörurnar fengið jákvæð viðbrögð og hrós í fjölmiðlum, innan og utan Danmerkur og eru vörurnar til dæmis seldar í Illums Bolighus.

---

Er veggspjaldið ekki til? Sendu okkur tölvupóst á hallo@svartarfjadrir.is með nafni veggspjaldsins og við látum þig vita þegar það kemur aftur í sölu! Meira úr þessum flokki