Verslaðu fyrir 10 þús. eða meira og fáðu sendingarkostnað felldan niður. Verslaðu fyrir 25 þús. kr. eða meira og fáðu 15% afslátt af allri pöntuninni.
Karfa 0

ACCEPT Power

11.990 kr 14.990 kr

Veggspjaldið 'ACCEPT Power' kemur frá Sif Erlings. og er úr línu sem heitir 'ACCEPT' þar sem hver mynd hefur sinn undirtitil.

ACCEPT línan eru listverk eftir hönnuðinn Sif Erlingsdóttur. Sif tekur innblástur sinn frá kvenlíkamanum og hvernig við lítum á það sem við þekkjum, með samþykki. Samþykki þess óhjákvæmilega er þýðingarmikið og sú sýn getur virst dökk í fyrstu en með samþykki finnum við staðfestingu á lífsleiðinni og sjáum fegurðina.

Sif Erlingsdóttir er fatahönnuður og vinnur hún listverk sín í hönnunarferlinu, sem hennar leið við að skapa ný form og áherslur við hönnun á fatnaði. Listverkin túlka þannig áherslu hennar í hönnun hverju sinni. 

Veggspjaldið er 21x30 cm., er prentað á 200 gr. pappír, og hentar vel í ramma í stærð 30x40 cm. með kartoni. 

Það er einungis framleitt í 30 eintökum og kemur merkt og númerað. Meira úr þessum flokki