Karfa 0

Above Ground

9.093 kr 12.990 kr

Verkið Above Ground kemur frá Nord Projects, en það sem einkennir þau verk er þægileg mýkt, enda innblásturinn sóttur í manneskjuna og náttúruna. 

Veggspjaldið er í stærð 50x70 cm, er prentað á 265 gr. hágæðapappír. 

Veggspjaldið er afhent í pappahólki.

---

Á bak við Nord Projects stendur Josefin Holmgren, sjálfstætt starfandi listamaður og hönnuður, sem býr nú í Gautaborg í Svíþjóð, en hún ólst upp í Norður-Svíþjóð.

Hún byrjaði að skapa sem barn og hefur í gegnum tíðina unnið allt frá skúlptúrum og óhlutbundnum olíu / akrýlmálverkum til raunhæfra andlitsmynda unnum með kolum og einnig í stafrænni list enda segist hún hafa gaman af öllum gerðum sköpunarinnar.
Það var þó ekki fyrr en árið 2018 sem Josefin Holgrem ákvað loksins að hella sér alveg í listsköpunina og þá stofnaði hún Nord Projects.

Fyrir Josefin Holmgren er það að vinna í listsköpun mjög auðvelt ferli því hún veit ekki hvernig hún á ekki að vera skapandi.

Innblástur Nord Projects kemur frá manneskjunni og náttúrunni: „Mannslíkaminn og allt sem er mannlegt, með tilfinningar okkar og ófullkomleika, sambönd okkar og tilfinningar, er mér mjög fallegt“. 
Aðspurð um að lýsa listaverkum Nord Projects segir Josefin: „Náttúruleg, mjúk og kvenleg“.

Josefin Holmgren vill að Nord Projects snúist um tilfinningar.
Hún vill að það verði: "Um að fanga brot úr lífinu - aðstæðum þegar þú upplifir hamingjuna mjög sterkt og þú vilt bara stöðva tímann, eða strögglið og eintóna venjur hversdagsins.
Allar þessar stundir eru hluti af lífinu.
Svo ég reyni að tjá þessar mismunandi tilfinningar með náttúrulega formi mannslíkamans eða náttúrunni, ásamt ákveðnum lit eða burstatækni".

---

Er veggspjaldið ekki til? Sendu okkur tölvupóst á hallo@svartarfjadrir.is með nafni veggspjaldsins og við látum þig vita þegar það kemur í sölu.

Þetta veggspjald er ekki framleitt í takmörkuðu upplagi en við tökum bara mjög fá eintök af hverri mynd til landsins.Meira úr þessum flokki