Karfa 0

05

6.293 kr 8.990 kr

Verkið 05 er eftir Malene Birger. Það er nógu kröftugt eitt og sér, þannig að það er eiginlega engin þörf á að útskýra það neitt frekar.

Það er hins vegar alveg ljóst að það mun vekja athygli hvar sem það er hengt upp eða komið fyrir. Nýtt, ferskt, kröftugt og öðruvísi.

Veggspjaldið er í stærð 30x40 cm, er prentað á 265 gr. hágæðapappír. 

Veggspjaldið er afhent í pappahólki.

---

Um áratuga skeið hefur Malene sinnt list sinni af ástríðu og jafnframt verið mikill listaverkasafnari. Sköpun er það sem drífur hana áfram. Málun, grafísk hönnun og sjónræn list leika stórt hlutverk í hennar lífi og starfi.

Það sem einkennir verk hennar eru stór, abstract og grafísk form, oftast í svarthvítu.

Eftir að hafa verð í tískubransanum á alþjóðavísu í meira en 25 ár er hún löngu orðin þekkt fyrir að vera mikil smekkmanneskja, með gott auga fyrir smáatriðum og sem gerir kröfur til þess sem hún gerir.

 

Malene er fædd í Kaupmannahöfn árið 1962 og útskrifaðist úr fatahönnun frá The Royal Academy of Arts árið 1989. Árið 1997 tók hún þátt í að stofna tískumerkið Day Birger og Mikkelsen og árið 2003 stofnaði hún Fashion House By Malene Birger sem notið hefur mikilla vinsælda. Árið 2010 seldi hún fyrirtækin og hætti alveg að starfa þar árið 2014.
Nú vinnur hún alfarið að innanhússhönnun og list sinni, í stúdíói sínu í Lake Como á Ítalíu.

---

Er veggspjaldið ekki til? Sendu okkur tölvupóst á hallo@svartarfjadrir.is með nafni veggspjaldsins og við látum þig vita þegar það kemur í sölu.

Þetta veggspjald er ekki framleitt í takmörkuðu upplagi en við tökum bara mjög fá eintök af hverri mynd til landsins.Meira úr þessum flokki