Karfa 0

Innrömmun veggspjalda

Veggspjöldin okkar eru afhent í pappírshólki sem ver veggspjaldið. Veggspjaldið er upprúllað inni í pappírshólkinum og þarf að meðhöndla með varfærni svo það viðhaldi eiginleikum sínum. Veggspjöldin eru úr mismunandi gerðum pappírs og því misviðkvæm. 

Áður en veggspjaldið er tekið úr hólkinum er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Passa að hendur séu hreinar þegar veggspjaldið er meðhöndlað.
  • Snerta veggspjaldið eins lítið og mögulegt er.

Þegar veggspjaldið er tekið úr hólkinum er hægt að setja það beint í ramma eða slétta úr því áður en það er sett í ramma.
Mælt er með síðari kostinum til að forðast að veggspjaldið skemmist við innrömmun. Þegar veggspjaldið er tekið úr hólkinum þarf að velja sléttan og hreinan flöt til að setja það á. Í sumum tilfellum er nóg að leggja veggspjaldið á hreinan flöt og við það sléttist það sjálfkrafa. Í öðrum tilfellum er gagnlegt að setja eitthvað þungt á öll horn veggspjaldsins (t.d. bók) en mikilvægt er að hlutirnir sem lagðir eru á það séu hreinir. Mikilvægt er að forðast að rúlla veggspjaldinu í „öfuga“ átt til að slétta það, það getur auðveldlega valdið skemmdum á pappírnum.

Innrömmun

Þegar veggspjöld eru sett á vegg er hægt að hengja veggspjaldið upp með kennaratyggjói, límbandi eða klemmum eða setja veggspjaldið í ramma.

Síðari leiðin er vinsælli og kemur í veg fyrir að það skemmist.

Hér verður farið yfir hvernig hægt er að setja veggspjald í ramma á þægilegan hátt.
Fyrsta skrefið er að kaupa ramma sem passar. Við seljum veggspjöld sem passa í flestar stærðir ramma og í IKEA má m.a. finna fallega ramma á góðu verði.
Við val á ramma er gott að hafa í huga litaþema veggspjaldsins.

Gott er að hafa eftirfarandi leiðbeiningar í huga þegar veggspjaldið er innrammað:

  1. Leggðu rammann á sléttan flöt, til dæmis á borð eða gólf.
  2. Taktu bakið af rammanum.
  3. Athugaðu hvort glerið á rammanum er laust við óhreinindi. Ef glerið er skítugt er gott að nota glerhreinsi til að þrífa það, nudda með tusku og bíða þangað til glerið er alveg þurrt.
  4. Leggðu veggspjaldið á glerið á rammanum. Passaðu að hendurnar þínar séu hreinar!
  5. Settu bakið á rammann.