Karfa 0

Find your luck

6.993 kr 9.990 kr

Smárar hafa yfirleitt þrjú lauf en talan þrír er almennt álitin happatala og því eru smárar taldir búa yfir töframætti. Fjögurra blaða smári er mjög sjaldgæfur og er talinn mikill happafengur að finna. Gömul hjátrú segir að maður eigi að slíta hann upp og geyma hjá sér til að verða heppinn. Einnig er talið að hægt sé að óska sér þegar maður finnur hann. Veggspjaldið 'Find your luck' frá Coco Lapine inniheldur fjölmarga þriggja blaða smára. Meðal þeirra er líka einn fjögurra blaða smári. Verður heppnin með þér?

Veggspjaldið er í stærð 50x70 cm og er prentað á 170 g hágæðapappír. 

Veggspjaldið er afhent í pappahólki.

___

Konan á bakvið Coco Lapine heitir Sarah og er belgiskur hönnuður sem býr í Munich. Sarah hefur einstakt auga fyrir grafík, stíliseringu og innanhússhönnun.

___

Er veggspjaldið ekki til? Sendu okkur tölvupóst á hallo@svartarfjadrir.is með nafni veggspjaldsins og við látum þig vita þegar það kemur í sölu.

Þetta veggspjald er ekki framleitt í takmörkuðu upplagi en við tökum ekki mörg eintök af hverri mynd til landsins.Meira úr þessum flokki