Helene Egeland
Fínar línur og leikur með grafík eru áberandi í veggspjöldum hinnar norsku Helene Egeland. Í verkum sínum vinnur hún stöðugt með heillandi jafnvægi og samspil smáatriða og einfaldleika.
Veggspjöldin hennar eru sérlega stílhrein og falleg. Þau passar nánast hvar sem er, á vegg eða hillu, heima eða í vinnuumhverfi.
Þau eru prentuð á vandaðan 200 gr. Munken Polar pappír.
Eftir prentun eru veggspjöldin merkt og númeruð, af listamanninum sjálfum.
Hver mynd er aldrei prentuð í fleiri en 200 eintökum og koma ekki nema örfá þeirra til Íslands, en verk Helene eru seld víða um heim.
Því miður eru engar vörur í þessum flokki