Karfa 0

Tískan eða þinn eigin persónulegi stíll

Á þessum árstíma, eða svona beggja megin áramóta, er oft gaman að lesa alls kyns greinar um hver verða trendin á nýju ári. Hvað fólk telur að verði í tísku þegar kemur að innanhússhönnun og veggjalist eða veggskreytingum.

Trendin sem spáð er fyrir árið 2019 eru reyndar nánast jafn mörg og ólík og þeir sem setja þau fram.

Við hjá Svörtum fjöðrum eru þegar búin að sjá greinar sem halda því fram að trendin á næsta ári verði þessi (smá varúð strax, einhverjar mótsagnir í þessari upptalningu…!):

  • Fólk fari að mála meira í hvítu heima hjá sér og setja litríka list á veggina, að mikið verði um djúpa og sterka liti í veggmyndum og alls kyns skrauti
  • Fólk fari að verða óhræddara við að mála í alls kyns litum heima hjá sér og þurfi þá meira af svarthvítum myndum á veggina eða myndum í ljósari og mýkri litum (reyndar fleiri sem spá þessu trendi)
  • Mikið af litum og alls kyns formum verði í tísku
  • Aldamóta-bleikur (e. Millenial Pink), Brenndur-gulur (e. Burnt Yellow) verða mega hit, ásamt fleiri hlýjum og sterkum litum
  • Geómetrísk form verða vinsæl
  • Mikið verði um blómamynstur, t.d í veggmyndum, veggfóðri og textíl og myndir af blómum og suðrænum gróðri verði vinsælar
  • Stórt og litríkt verði málið á veggina, litrík veggfóður, stórir rammar, veggteppi o.fl.
  • Myndaveggir verði ekki bara á skrifstofum eða í stofum heldur færist líka meira inn í eldhús og borðstofur

 

Við hjá Svörtum fjöðrum teljum þó mikilvægast að hver finni sinn stíl og blandi saman myndum og munum sem hverjum og einum þykja fallegir og hafa gjarnan einhverja meiningu fyrir þá.

Hvort sem myndir eru settar á hillur, hengdar upp stakar eða heilu myndaveggirnir gerðir, þá mælum við alltaf með að fundin sé góð persónuleg blanda. Blanda af aðkeyptum myndum, eigin ljósmyndum, myndum sem börnin í fjölskyldunni hafa málað, inn römmuðum bókakápum, leikhússkrám, miðum af tónleikum eða öðru sem vekur góðar og hlýjar minningar, hvað sem öllum tískustraumum og trendum líður.

Við höldum svo auðvitað áfram að leggja okkur fram við að eiga handa ykkur falleg veggspjöld, einhverja góða blöndu af klassík og nýjustu trendum. Eldri færslur Nýrri færslur


Skildu eftir athugasemd

Please note, comments must be approved before they are published