Karfa 0

Sálfræðin á bak við veggjalist

Það er heilmikil sálfræði á bak við góða innanhússhönnun, eða hvernig við veljum að hafa umhverfi okkar, heima fyrir og í vinnunni.

Þetta snýst ekki bara um einhverjar ákveðnar reglur um liti, flæði og „eitthvað fallegt“ á veggina.

Það hvernig við veljum að hafa umhverfi okkar hefur áhrif á skap okkar og líðan okkar í rýminu. 

Við getum haft mikil áhrif þarna með því hvað við veljum að hengja á veggina okkar og hvernig, eða skreyta á annan hátt með fallegum myndum og veggspjöldum. 

Andstæður eða Samhljómur

Sumum finnst óþægilegt ef litir myndanna, eða í veggspjöldunum, eru ekki líkir öðrum litum í rýminu, t.d. á húsgögnum, á meðan öðrum finnst gaman að lífga upp á rýmin með myndum í meiri litum en þeir leggja í að hafa á húsgögnum.

Að segja sögu.
Veggspjöld sem þú velur á veggina hjá þér geta róað fólk, eða ögrað því. Þannig að það skiptir máli hvaða veggspjöld fara í hvaða rými, eftir því hvaða upplifun þú vilt skapa eða hvernig þú vilt að fólki líði í tilteknu rými. Róandi myndir, abstract-myndir og landslag geta t.d. verið róandi í svefnherbergi og hjálpað til við að róa hugann á meðan myndir af mat geta hentað vel í eldhús og borðstofu.

Rými.
Meira er ekki endilega alltaf betra. Of mikið af myndum og of þétt uppröðun getur verið of mikið að meðtaka. Það getur verið betra að hafa rými á milli mynda þannig að fólk njóti hverrar myndar betur.

Litir.
Til viðbótar það sem sagði um liti hér að ofan, í andstæðum eða samhljómi, þá munu þeir litir og litasamsetningar sem þú velur hafa áhrif á alla sem koma inn í rýmið. Sterkir og bjartir litir þykja glaðlegir og hressandi á meðan ljósari litari geta virkað róandi.

Þú getur lent í því að velja þér falleg veggpjöld en svo þegar þau eru komin á veggina þá er eins og eitthvað passi ekki.

Reyndu að hafa eitthvað af ofangreindu í huga þegar þú velur þér veggspjöld og auktu þannig líkurnar á því að þér og öðrum líði vel í umhverfinu sem þú skapar.

 Eldri færslur Nýrri færslur


Skildu eftir athugasemd

Please note, comments must be approved before they are published