Karfa 0

Mikilvægi þess að hafa fallegt og huggulegt

 

 

 

 

 

Af hverju skiptir máli að hafa fallegt og huggulegt

Að sjálfsögðu er það mjög afstætt hvað þykir fallegt og huggulegt.
Aðalmálið er nú kannski að hver og einn hafi umhverfi sitt þannig að það styðji þarfir viðkomandi eins og best verður á kosið.
Eitt eigum við Íslendingar þó sameiginlegt, sem er frábrugðið mörgum öðrum þjóðum. Það er það að almennt verjum við meira tíma innandyra, en til dæmis þjóðir landa þar sem veður er hlýrra og vetur ekki eins dimmir.
Það að gera umhverfi sitt fallegt og huggulegt, og þannig að það styðji vel við þarfir manns, skiptir okkur því meira máli en marga aðra.

Áhrif umhverfis á heilsu

Að vera úti í náttúrunni og almennt í góðum tengslum við umhverfi sitt og náttúruna er eitthvað sem vitað er að hefur góð áhrif á heilsu.

En umhverfi innandyra hefur líka áhrif, á heilsu, samskipti og tengsl. Það að hafa umhverfi sitt fallegt og huggulegt, þannig að fólki líði vel þar getur verið hvetjandi fyrir fólk til að eiga góða samveru í umhverfinu, hvort sem það er í eldhúsinu eða stofunni, og þannig styrkt félagsleg tengsl sem aftur hefur góð áhrif á andlega heilsu. 
Innandyra skiptir auðvitað mestu máli að hafa góð loftgæði, gott hitastig og rakastig, gott birtustig, og góða hljóðvist en allt það sjónræna skiptir líka máli, það er hvað við sjáum í umhverfi okkar.

Hvernig get ég bætt umhverfi mitt og þar með heilsu mína?

Að opna glugga, lofta út, er algjört lykilatriði. Einnig er mjög gott að hafa lifandi plöntur, sem bæði eru fallegar og hafa góð áhrif á loftgæði. 

En það að hafa fallegt og huggulegt skiptir líka máli og þar kemur veggjalistin sterk inn.
Að hafa listaverk og ljósmyndir upp á vegg eða í hillum, sem eru fallegar á litinn, með fallegum formum og myndefni, eru hvetjandi og vekja góða tilfinningu hjálpa líka mikið til. Sérstaklega við andlega heilsu og vellíðan.
Mörgum finnst líka gaman að vera með veggspjöld sem þeir vita að eru framleidd í takmörkuðu upplagi.

Það að njóta fallegs umhverfis getur dregið úr streitu og framleiðslu hormóns sem heitir Cortisol, sem ekki bara er streituhormón heldur hefur áhrif á söfnun kviðfitu.

Það að njóta fallegs umhverfis getur einnig ýtt undir sköpunarhæfni, bætt minni, aukið framkvæmdagleði og framtakssemi.
Ástæðan er sú að það að njóta fallegs umhverfis eykur framleiðslu dópamíns, gleði-hormóns sem er okkur náttúrulegt.
Okkur sem búum á Íslandi, þar sem eru langir dimmir vetur, skortir oft D-vítamín sem aftur hefur áhrif á dópamín-búskapinn hjá okkur. Þó falleg umhverfi auki ekki D-vítamín magnið í líkama okkar þá getur fallegt umhverfi haft áhrif á Dópamín-framleiðsluna og þar með aukið gleðina, og hver vill það ekki?

Fallegt og nærandi umhverfi getur verið það að hafa fallegar myndir upp á vegg eða í hillu, matur sem er eldaður af ástríðu og borinn fallega fram, falleg tónlist, góð og hvetjandi nærvera með sínum nánustu. 

Að breyta til, í umhverfi sínu, með breyttum árstíðum

Við árstíðabreytingar, þegar styttist í vorið eða haustið, má margir þörf fyrir að breyta aðeins til í umhverfi sínu. Það er auðvitað alltaf gaman að því en gott að hafa í huga að gera það af skynsemi og þannig að það haldi áfram að styðja við þarfir heimilisfólks og haldi áfram að vera fallegt og huggulegt.

 Eldri færslur Nýrri færslur


Skildu eftir athugasemd

Please note, comments must be approved before they are published