Karfa 0

List bætir heilsuna

Margir þekkja umræðuna um þá nýjung að læknar skrifi upp á hreyfingu í stað lyfja.

Enn nýrri er sú umræða sem nú á sér stað í Bretlandi, að læknar fari að skrifa upp á list og menningu, en þá hugmynd kynnti breski heilbrigðisráðherrann í nóvember 2018. 

Kanadískir læknar eru reyndar í svipuðum hugleiðingum og tala um að skrifa upp á minna af lyfjum en meira af einhverju sem nærir andann og getur þar með haft góð áhrif á líkamlega heilsu.

Þann 1. nóvember sl. var læknum í Montreal í Kanada gefin ákveðin heimild til að skrifa upp á heimsóknir í Montreal Museum of Fine Arts (listasafn í Montreal) og var það gert í kjölfar niðurstaðna rannsóknar um að heimsóknir á söfn geta aukið seratónin framleiðslu, en það er hormón sem oft er kallað gleðihormón. Standa vonir til að þetta geti haft góð áhrif á almenna heilsu fólks.

Bresku læknarnir ætla að vísu að hafa fjölbreyttara val, s.s. ferðir á tónleika, heimsóknir á bókasöfn o.fl.

Þeir benda á að þetta geti að sjálfsögðu ekki komið í staðinn fyrir aðrar læknisfræðilegar meðferðir, þar sem þeirra er þörf, en að þetta geti hjálpað mikið til og jafnvel minnkað þörf fyrir ýmis lyf. Einnig binda bresku læknarnir vonir við að þetta geti minnkað einmannaleika, sem er vaxandi vandamál á meðal stórs hóps í Bretlandi.

 - Skilaboðin okkar hér eru kannski þau helst að það að hafa eitthvað fallegt fyrir augunum, myndlist sem gleður og fegrar geta haft góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu, jafnvel þó hún sé ekkert endilega slæm fyrir.

Við hjá Svörtum fjöðrum viljum því helst skrifa upp á falleg veggspjöld fyrir alla!

(Þessi skrif byggja á grein frá Smithsonian)Eldri færslur Nýrri færslur


Skildu eftir athugasemd

Please note, comments must be approved before they are published