Karfa 0

Lakkrístrufflur

Það hafa eflaust margir smakkað trufflur í desember en þá fer konfektgerðin hjá fólki á flug! Ég er örugglega ein af þeim fáu sem hafa ekki smakkað trufflur og hef því ekki heldur prófað að búa þær til. Ég er búin að missa af MIKLU síðustu ár, því ég prófaði nýlega að búa til mínar eigin trufflur og þær kláruðust nánast strax. Súkkulaði og lakkrís á ótrúlega vel saman og því ákvað ég að skella í lakkrístrufflur.

 

Það sem þú þarft er:

 • 150 g dökkt súkkulaði (ég notaði 70% súkkulaðidropa sem mér fannst virka vel).
 • 90 g rjómi
 • 1,5 msk smjör
 • 75 g lakkrískurl
 • Lakkrísduft frá Johan Bülow.

Aðferð:

 1. Skerið súkkulaðið í litla bita og setjið í skál. Ef þið kaupið súkkulaðidropa er þess ekki þörf.
 2. Hitið rjómann og smjörið þangað til blandan byrjar að sjóða.
 3. Hellið rjómablöndunni yfir súkkulaðið og bíðið í 1 mínútu.
 4. Hrærið blöndunni vel saman.
 5. Bætið við lakkrískurlinu og 2 tsk af lakkrísdufti út í súkkulaðiblönduna og hrærið saman.
 6. Geymið í ísskáp þangað til súkkulaðiblandan er orðin nægilega hörð.
 7. Búið til litlar kúlur úr súkkulaðiblöndunni.
 8. Rúllið kúlunum upp úr lakkrísdufti.

Þið verðið sko ekki svikin af þessum trufflum, þær eru SVAKALEGA góðar :) Njótið!Eldri færslur Nýrri færslur