Karfa 0

Kleinuhringjamuffins

Langar þig að prófa að baka eitthvað nýtt og öðruvísi? Þá er kleinuhringjamuffins með kanilsykri skemmtilegur kostur :)

Þetta er mjög einföld og ljúffeng uppskrift sem gaman er að prófa og kemur á óvart! Kosturinn við þessa uppskrift er að maður á yfirleitt þessi innihaldsefni og því óþarfi að fara út í búð. 

veggspjöld

veggspjöld

Innihald

 • 4 og 3/4 dl hveiti
 • 3,5 dl sykur
 • 2 tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 1 tsk kanill
 • 2 msk smjör
 • 3 dl mjólk
 • 1 egg
 • 1 tsk vanilludropar

Kanilsykurblanda

 • 6 msk smjör
 • 1 og 3/4 dl sykur
 • 1 tsk kanill

Aðferð

 1. Stilltu ofninn á 180°C á yfir- og undirhita.
 2. Blandaðu saman hveiti, sykri, lyftidufti, salti og kanil í stórri skál.
 3. Bræddu smjörið.
 4. Hrærðu saman brædda smjörinu, mjólkinni, egginu og vanilludropum í annarri skál.
 5. Helltu þurrefnunum yfir í skálina með mjólkurblöndunni og hrærðu vel saman. Ekki láta þér koma á óvart að deigið verði frekar þunnt.
 6. Helltu (betra en að nota skeið!) deiginu í muffinsmót, þ.e. bakka fyrir muffins. Nauðsynlegt er að nota muffinsmót þar sem deigið er þunnt. Hægt er að smyrja mótið með smjöri eða nota muffinsform. Fylltu um 2/3 af forminu.
 7. Settu mótið inn í ofn í 15-20 mínútur.
 8. Taktu mótið úr ofninum og láttu kólna í 5 mínútur. Taktu muffinsin úr mótinu og láttu kólna meira. Ef muffinsin eru „föst“ í mótinu er gott að nota plasthníf til að losa þau rólega.
 9. Bræddu 6 msk smjör og settu í litla skál.
 10. Blandaðu saman 1 og 3/4 dl sykri og 1 tsk kanil og settu í skál.
 11. Dýfðu toppnum á hverju muffinsi ofan í smjörið og svo ofan í kanilsykurinn.
 12. Njóttu! :)

Uppskrift frá Chocolate chocolate and more.

veggspjöldEldri færslur Nýrri færslur