Verslaðu fyrir 25 þús. kr. eða meira og fáðu 15% afslátt af allri pöntuninni.
Karfa 0

DIY myndaveggur

Hefur þú lengi ætlað að búa til myndavegg en alltaf fallist hendur? Þá skaltu lesa lengra! Myndaveggir hafa verið áberandi undanfarið og eru mjög vinsælir enda eru þeir skemmtileg leið til að skreyta heimilið á einfaldan hátt.  Öll heimili þurfa að hafa að minnsta kosti einn fallegan myndavegg, hvort sem þar eru myndir af fjölskyldumeðlimum eða smart veggspjöld. Veggspjöld gera heimilið hlýlegt og persónulegt.

veggspjöld

 1. Veggspjöld

Byrjaðu á að skoða hvaða veggspjöld henta rýminu (sjá nánar hér). Veldu veggspjöld sem passa við litaþema rýmisins og forðastu að blanda of mörgum litum saman. Fallegt er að blanda saman stórum og litlum veggspjöldum, möguleikarnir eru endalausir.

2. Rammar

Veldu viðeigandi ramma fyrir hvert veggspjald. Það fer alveg eftir veggspjaldinu hvernig ramma þú velur, sum veggspjöld koma betur út í svörtum ramma en önnur eru fallegri til dæmis í hvítum eða viðarlituðum ramma. Það getur verið fallegt að blanda saman mismunandi myndarömmum, t.d. svörtum, hvítum og viðarlituðum.

 3. Uppröðun

Áður en þú hengir upp rammana fyrir myndavegginn þarftu að ákveða hvernig uppröðun þú vilt hafa. Þú getur til dæmis prófað að raða römmunum á gólfið, líma límband á vegginn með útlínum rammanna eða setja dagblöð í viðeigandi stærðum með límbandi á vegginn. Myndahillur geta einnig verið sniðugur kostur en þá er hægt að breyta oftar uppröðuninni á veggspjöldunum og skipta gömlum veggspjöldum út fyrir ný. Ekki þarf alltaf að hengja veggspjöld upp á vegg, fallegt getur verið að raða veggspjöldum upp við vegginn án þess að festa þau við hann. 

Vantar þig innblástur að uppröðun? Kíktu þá á hugmyndirnar hér að neðan.

Myndir: 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7Eldri færslur Nýrri færslur


Skildu eftir athugasemd

Please note, comments must be approved before they are published