Karfa 0

Blogg Svartra fjaðra

Black beach frá Coco Lapine

Black beach frá Coco Lapine

'Black beach' frá Coco Lapine Design er mjög vinsælt veggspjald hjá Svörtum fjöðrum! Það kemur okkur ekki á óvart þar sem það er eitt af okkar uppáhalds! 'Black beach' passar hvar sem er á heimilið, hvort sem það er í svefnherbergið, skrifstofuna eða í stofuna. Veggspjaldið hefur róandi áhrif og hægt er að horfa á það endalaust! Það passar vel með öðrum veggspjöldum og er fullkomið á myndavegginn (skoðaðu hvernig þú gerir þinn eigin myndavegg hér). 'Black beach' passar einnig ótrúlega vel við 'Lonely house' sem er einnig frá Coco Lapine Design, eins og má sjá hér að neðan! 

Lesa meira →


Svartar fjaðrir | Hús & híbýli

Svartar fjaðrir | Hús & híbýli

Í síðasta mánuði kíktu Hús og híbýli í heimsókn til okkar. Í nýjasta tölublaði þeirra má finna skemmtilegt innlit til okkur. Við hvetjum ykkur til að kaupa nýjasta blaðið þeirra sem er fullt af innblæstri :) Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr blaðinu. Í stofunni eru veggspjöldin 'Nature' frá Magdalenu Tyboni, 'Black beach' frá Coco Lapine design og 'Ikaros' frá Magdalenu Tyboni sem er eitt af okkar vinsælustu veggspjöldum. Í eldhúsinu er veggspjaldið 'Pathways' frá Sofie Børsting Í forstofunni er veggspjaldið 'Swirling leaves' frá Sofie Børsting Í svefnherberginu við gluggann má sjá veggspjaldið 'Lonely house' frá Coco Lapine design. Í svefnherberginu er einnig...

Lesa meira →


Fjärde Långgatan 1

Fjärde Långgatan 1

Ómæ hvað þetta er falleg íbúð... Þessir köldu litir eru truflaðir! Grár litur á veggjum hefur verið alveg rosalega vinsæll undanfarið, enda gífurlega smart :) Veggspjöldin eru öll í svipuðum litum og tóna vel saman. Veggspjaldið í svefnherberginu er eftir Coco Lapine Design, en við seljum nokkur veggspjöld eftir þann hönnð. Kannski bætum við því við úrvalið hjá okkur, hver veit... fallegt er það :) Myndir: Stadshem

Lesa meira →


Tryllt íbúð í Stokkhólmi

Tryllt íbúð í Stokkhólmi

Ó, hvað þessi íbúð er undurfögur! Ég er yfirleitt hrifnari af íbúðum með hvítu þema, en þessi er gjörsamlega géggjuð! Og þessi myndaveggur er alveg truflaður.  Myndir: Bo | STHLM

Lesa meira →


Gómsætir kanilsnúðar

Gómsætir kanilsnúðar

Hver elskar ekki dúnmjúka, nýbakaða kanilsnúða? Þessir eru ótrúlega góðir, og ekki skemmir fyrir að þeir líta ekki út eins og hefðbundnir kanilsnúðar (þó þeir bragðist þannig!) Þessir snúðar eru bundnir í hnút sem gerir þá einstaklega skemmtilega. Innihald 500 g hveiti 2 msk sykur 1 msk þurrger (12 g) 1 tsk salt 1,5 tsk vanilludropar 90 g smjör (skorið í bita) 300 ml volg mjólk Fylling 70 g mjúkt smjör 1 dl sykur 2 tsk kanill 1 egg (til að pensla með) 2 msk perlusykur (til skrauts) Aðferð Blandaðu öllum þurrefnum saman í skál og myldu smjörið vel saman...

Lesa meira →