Verslaðu fyrir 10 þús. eða meira og fáðu sendingarkostnað felldan niður. Verslaðu fyrir 25 þús. kr. eða meira og fáðu 15% afslátt af allri pöntuninni.
Karfa 0

Blogg Svartra fjaðra

List bætir heilsuna

List bætir heilsuna

Margir þekkja umræðuna um þá nýjung að læknar skrifi upp á hreyfingu í stað lyfja. Enn nýrri er sú umræða sem nú á sér stað í Bretlandi, að læknar fari að skrifa upp á list og menningu, en þá hugmynd kynnti breski heilbrigðisráðherrann í nóvember 2018.  Kanadískir læknar eru reyndar í svipuðum hugleiðingum og tala um að skrifa upp á minna af lyfjum en meira af einhverju sem nærir andann og getur þar með haft góð áhrif á líkamlega heilsu. Þann 1. nóvember sl. var læknum í Montreal í Kanada gefin ákveðin heimild til að skrifa upp á heimsóknir í...

Lesa meira →


Tískan eða þinn eigin persónulegi stíll

Tískan eða þinn eigin persónulegi stíll

Á þessum árstíma, eða svona beggja megin áramóta, er oft gaman að lesa alls kyns greinar um hver verða trendin á nýju ári. Hvað fólk telur að verði í tísku þegar kemur að innanhússhönnun og veggjalist eða veggskreytingum. Trendin sem spáð er fyrir árið 2019 eru reyndar nánast jafn mörg og ólík og þeir sem setja þau fram. Við hjá Svörtum fjöðrum eru þegar búin að sjá greinar sem halda því fram að trendin á næsta ári verði þessi (smá varúð strax, einhverjar mótsagnir í þessari upptalningu…!): Fólk fari að mála meira í hvítu heima hjá sér og setja litríka...

Lesa meira →


Sálfræðin á bak við veggjalist

Sálfræðin á bak við veggjalist

Það er heilmikil sálfræði á bak við góða innanhússhönnun, eða hvernig við veljum að hafa umhverfi okkar, heima fyrir og í vinnunni.

Þetta snýst ekki bara um einhverjar ákveðnar reglur um liti, flæði og „eitthvað fallegt“ á veggina.

Það hvernig við veljum að hafa umhverfi okkar hefur áhrif á skap okkar og líðan okkar í rýminu.

Við getum haft mikil áhrif þarna með því hvað við veljum að hengja á veggina okkar og hvernig, eða skreyta á annan hátt með fallegum myndum.

Lesa meira →


Innlit til fyrrum eigenda Svartra fjaðra

Þegar fyrrverandi eigendur Svartra fjaðra seldu íbúðina sína leyfðu þeir fólki að sjá aðeins inn til sín og hvernig þau nýttu veggspjöldin frá Svörtum fjöðrum til að fegra heimilið. Endilega skoðið og sjáið hvað er hægt að gera fallegt með veggspjöldunum okkar.

Lesa meira →


Black beach frá Coco Lapine

Black beach frá Coco Lapine

'Black beach' frá Coco Lapine Design er mjög vinsælt veggspjald hjá Svörtum fjöðrum! Það kemur okkur ekki á óvart þar sem það er eitt af okkar uppáhalds! 'Black beach' passar hvar sem er á heimilið, hvort sem það er í svefnherbergið, skrifstofuna eða í stofuna. Veggspjaldið hefur róandi áhrif og hægt er að horfa á það endalaust! Það passar vel með öðrum veggspjöldum og er fullkomið á myndavegginn (skoðaðu hvernig þú gerir þinn eigin myndavegg hér). 'Black beach' passar einnig ótrúlega vel við 'Lonely house' sem er einnig frá Coco Lapine Design, eins og má sjá hér að neðan! 

Lesa meira →